Um Hláturjóga
Hláturjóga er aðferð sem indverski læknirinn Dr. Madan Kataria þróaði. Í hláturjóga er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að sagðir eru brandarar eða fyndnar sögur.
Fylgist með tímum og því sem er að gerast á facebook síðunni Hláturjóga á Íslandi
Lifefood.is
Lifandi ferðalög, Retreat og uppákomur með heilsu, næringu og hlátur í fararbroddi.
Hláturjóga á Instagram. Myndir úr tímum og hlægilegt efni. Það sem er að gerast í hláturjóga.
Við Elskum að hlægja
Í hláturæfingum höldum við augnsambandi og smitum hvort annað af hlátrinum

Ljónahlátur
Tungan alveg út, klærnar með og hlegið djúpt neðan úr maga.

Rafstuðhlátur
Gefum hvort öðru hláturstraum í stað rafstraums. Hláturinn fer eins og rafmagns kítl um allan líkamann

Hamingjuhlátur
Opnum hjartað og teygjum hendurnar út og hlægjum af hamingju. Svífum um eins og hamingju flugvélar.

Namastehlátur
Einnig kallaður heilsu og handabandahlátur. Við heilsumst á Indveska háttinn og hlægjum í staðinn fyrir að segja Namaste.

Kokteilhlátur
Með kokteil í sitthvorri hendinni fullan af hlátri, mixa vel og hlægja þegar við drekkum.

Farsímahlátur
Búum til farsíma með höndunum og hlægjum í símann. Hægt að nota alvöru síma líka ef þig vantar að hlægja, bara muna að setja á silent.
Hláturjóga Tíminn
Hefðbundinn hláturjóga tími byrjar á smá kynningu á hláturjóga og afhverju það er svo gott að hlægja. Á milli þess sem við gerum ýmsar hláturæfingar eru léttar teygjur og öndunaræfingar og svo endað á hugleiðslu, slökun og jákvæðum staðhæfingum.