Hláturjóga
Leiðbeinendur
Hláturjóga Tímar
Hláturjóga er aðferð sem indverski læknirinn Dr. Madan Kataria þróaði. Í hláturjóga er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að sagðir eru brandarar eða fyndnar sögur.
Tilgangurinn er að efla og styrkja líkama, hugsun og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og með augnsambandi verður hláturinn fljótt eðlilegur. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis, eða af einskærri ákvörðun.
Sense of humor ~ „individuals capacity to perceive, relate and experience a given situation in a funnier and more amusing way.“
Hláturjóga tími samanstendur af stuttri kynningu, hláturæfingum og jógateygjum, slökun og hláturhugleiðslu. Eðlileg lengd á hláturjógatíma er 45 mínútur en getur verið allt frá 30 min til 1 klst.
Við höfum verið með hláturjóga á vinnustöðum, skólum, heimahúsum, vinahópum, árshátíðum, steggjunar og gæsahópum, til að telja það helsta. Til að bóka tíma eða fá meiri upplýsingar smelltu á takkann að neðan og sendu okkur póst.

Sölvi Avó Pétursson
Sölvi Avo Pétursson, hláturjógaleidbeinandi, lærði hláturjóga hjá Ástu Valdimarsdóttur, frá Dr. Kataria´s school of Laughter Yoga. Næringarþerapisti með meistaragráðu í Leikgleði. Hann hefur stundað og kennt hláturjóga í yfir 5 ár.

Anna Hansdóttir Jensen
Anna ákvað á vormánuðum 2019 að læra hláturjóga hjá Ástu Valdimarsdóttur því hún elskar að hlæja en man enga brandara. Hún er með diploma í ferðamálafræðum og einkaþjálfarapróf. Fb síðan hennar er; Frú Jensen hláturjóga

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir hefur ástríðu fyrir dansi, hlátri og að kenna Pilates. Hún er með Masters gráðu í listum ásamt því að vera listdansari og danshöfundur. Í hláturjóga kennslunni sinni hefur hún gaman að blanda þessum listgreinum öllum saman.

Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Þorsteinn Gunnar Bjarnason er lærður kvikmyndagerðarmaður, leikari, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hann hefur um árabil starfað við kennslu, kvikmyndagerð og leiklist. Nánar á gledismidjan.is

Finnbogi Þorkell Jónsson
Finnbogi Þorkell Jónsson hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum við alls kyns aðstæður. Hann er lærður leikari, leikskáld, leiðsögumaður, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Nánar á gleðismidjan.is